- Advertisement -

Bjarni um bág kjör öryrkja og eldra fólks: „Hvaðan eiga peningarnir að koma?“

266.000 kr. er ellilífeyrir í dag og ef þú ert með búsetuskerðingu færðu 10% skerðingu ofan á það plús króna á móti krónu skerðingu á allar tekjur eftir það.

Laun þingmanna hafa hækkað um 250.000 kr. á ekki löngum tíma; „… eða sömu upphæð og hinir eiga að lifa af, bara hækkunin. Er hæstvirtur fjármálaráðherra virkilega stoltur af því? 266.000 kr. er ellilífeyrir í dag og ef þú ert með búsetuskerðingu færðu 10% skerðingu ofan á það plús króna á móti krónu skerðingu á allar tekjur eftir það. Er þetta kerfi til að vera stoltur af?“

Það var Guðmundur Ingi Kristinsson, Flokki fólksins, sem sagði þetta á Alþingi fyrr í dag.

Bjarni Benediktsson svaraði: „Mér verður stundum hugsað til þess þegar við ræðum um þessi mál að ég heimsótti eitt sinn danskan kollega minn, danska fjármálaráðherrann. Fremst á skrifborðinu hjá honum var skilti þar sem stóð með rauðum stöfum á hvítum grunni, svo ég þýði yfir á íslensku: Hvaðan eiga peningarnir að koma? Í augnablikinu erum við að reka ríkissjóð með yfir 300 milljarða halla. Háttvirtur þingmaður talar um það sem eitthvert reginhneyksli að við setjum ekki tugi milljarða til viðbótar út í bætur til fólks. En vandamálið er bara eitt, háttvirtur þingmaður, það er bara þetta hér: Við sköpum ekki enn næg verðmæti til þess að geta mætt slíkum þörfum og slíkum væntingum.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: