- Advertisement -

Blekkja með ógildum merkingum

Ekkert eftirlit er með því hvort framleiðendur standust þær kröfur, sem voru gerðar, um vistvæna vottun, vottun sem er ekki til.

„Neytendasamtökin hafa alla tíð haft horn í síðu vistvænnar vottunar sem sett var á fót með reglugerð árið 1998. Töldu samtökin að merkið væri villandi enda fremur óljóst hver væri munurinn á því og hefðbundinni framleiðslu,“ segir á vef Neytendasamtakanna, ns.is.

Samtökin litu ekki síður alvarlegum augum að hin nýja vistvæna vottun gæti grafið undan lífrænni vottun sem um gilda ríkar kröfur og alþjóðlegir staðlar. „Árið 2003 sendu Neytendasamtökin erindi til Samkeppnisstofnunar og fóru fram á að vistvæn vottun yrði bönnuð á þeirri forsendu að um væri að ræða villandi markaðssetningu. Samkeppnisstofnun taldi, eftir að hafa fengið umsagnir frá landbúnaðarráðuneytinu og umhverfisráðuneytinu, að merkingar vistvænna og lífrænna vara væru ólíkar og ekki væri sýnt fram á að neytendur rugluðust á þessum merkingum, hvað þá að þeir hefðu hlotið skaða af.“

„Eftir því sem á leið kom í ljós að ekkert eftirlit var með því hvort framleiðendur stæðust þær kröfur sem þó voru gerðar. Þannig varð merkingin ekkert annað en grænþvottur en það hugtak er notað yfir merkingar eða staðhæfingar sem gefa í skyn að vara sé umhverfisvænni en raunin er.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá nánar á ns.is.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: