- Advertisement -

Blekktu Bjarni og Sigurður Ingi Katrínu?

Þjóðgarðurinn, hið stóra mál Vinstri grænna, verður ekki að veruleika. Hann var eitt helsta mál Vg þegar ríkisstjórnin var mynduð. Í stjórnarsáttmálanum segir: „Stofnaður verður þjóðgarður á miðhálendinu í samráði þverpólitískrar þingmannanefndar, umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, sveitarfélaga, náttúruverndar- og útivistarsamtaka og annarra hagsmunaaðila. Skoðaðir verða möguleikar á þjóðgörðum á öðrum svæðum.“

Undir þetta kvittuðu bæði Sjálfstæðisflokkur og Framsókn. Engir fyrirvarar. Ekkert.

„En af því að hug­myndin í heild sinni er heillandi en hún er svo stór að hún þarf ein­fald­lega meira sam­tal í sam­fé­laginu. Mér finnst það ekki vera tap nokkurs að það sé ekki hægt að fram­kvæma það á einu kjör­tíma­bili. Í raun og veru er þetta það stórt verk­efni að það þarf lengri að­draganda.“ Þetta sagði víst Sigurður Ingi Jóhannsson í Víglínunni í gær.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Á Alþingi sagði varaformaður Sjálfstæðisflokksins, Þórdís Kolbrún: „Það er mín persónulega skoðun að mér fyndist allt í lagi að hugsa, í ljósi umræðu um málið, hvort það sé möguleiki að taka fleiri skref en smærri.“

Ljóst er að hvorki Sjálfstæðisflokki né Framsókn var nein alvara um stofnun þjóðgarðar á miðhálendi Íslands. Undirskrift þeirra var markleysa. Blekking?

Í stefnu flokks Katrínar segir: „Þjóðgarður á hálendinu stuðlar að verndun víðerna, náttúrufars, jarðminja auk menningar og sögu. Friðlýsa þarf hálendi Vestfjarða og umhverfi Breiðafjarðar og stofna þar þjóðgarða.“

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: