- Advertisement -

Blokkaríbúð á efstu hæð seld á 365 milljónir / „Erum að verða það efnuð“

„Við erum að verða það efnuð þjóð að það er markaður fyrir svona eignir,“ segir Ólafur H. Guðgeirsson fasteignasali í samtali við Moggann. Hann seldi nýverið blokkaríbúð á 365 milljónir króna.

„Það er hæpið að byggðar verði íbúðir eins og í Austurhöfn með slíku útsýni yfir höfnina. Sömuleiðis er ólíklegt að byggðar verði íbúðir með öðru eins útsýni og á Vatnsstígnum. Síðan má nefna sjávarlóðir á Seltjarnarnesi og á Arnarnesi en framboð slíkra lóða gæti aukist eftir því sem höfuðborgarsvæðið stækkar. Sjávarlóðir eru því kannski ekki jafn takmörkuð gæði og útsýnisíbúðir í miðborginni,“ segir Ólafur í Mogganum.

Í frétt Moggans segir einnig: „Íbúðin var áður í eigu Ró­berts Wessman, for­stjóra Alvogen, sem seldi hana við kaup á íbúðum á RÚV-reitn­um. Þar áður var íbúðin í eigu Guðmund­ar Kristjáns­son­ar, sem gjarn­an er kennd­ur við Brim, en at­hygli vek­ur að íbúðin er enn fok­held, fimm árum eft­ir að íbúðat­urn­inn var til­bú­inn.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Eng­in ástæða er til að ef­ast um að fólk geri sér grein fyr­ir því að hluta­bréf geta bæði hækkað í verði og lækkað.“

Þetta er nú meiri hringekjan. Má þá skilja þetta á þann veg að íbúðin sem kostaði 365 milljónir sé aðeins fokheld?

Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar í Moggann í dag. Hann gleðst yfir hversu ríkir Íslendingar eru og að þeir keppist við að kaupa hlutabréf: „Auk­in þátt­taka al­menn­ings verður til þess að fólk fylg­ist bet­ur með fyr­ir­tækj­un­um og get­ur gripið tæki­færi til að eign­ast hluti í skráðum fé­lög­um þegar þau gef­ast. Eng­in ástæða er til að ef­ast um að fólk geri sér grein fyr­ir því að hluta­bréf geta bæði hækkað í verði og lækkað.“

Þannig er umhorfs hjá ríka fólkinu. Rétt er þó að geta þess með 365 milljónaíbúðina að kaupandinn er einkahlutafélag einhvers Hann­esar Hilm­ars­sonar fjár­fest­is.

Það er eins og Ólafur fasteignasali sagði: „Við erum að verða það efnuð þjóð.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: