- Advertisement -

Borguðu meira og fengu bóluefnin fyrr

„Fréttamennsku á Íslandi hefur hrakað mikið undanfarin ár. Ég hef ekki fundið frétt á íslenskum miðlum um ástæðu þess að bólusetning gegn COVID hófst fyrr í Ísrael, Bretlandi og Bandaríkjunum en í EES löndunum. Ástæðan er einföld – peningar!“

Það er Lilja Mósesdóttir hagfræðingur og fyrrverandi þingmaður sem svo skrifar og heldur áfram:

„Á fimmtudaginn birtist í Aftenposten grein (áskrift), þar sem þetta kemur m.a. fram.

Stjórnvöld í Ísrael, Bretlandi og Bandaríkjunum voru einfaldlega tilbúin að ná samningum fljótt við Pfizer. Jafnvel þó það þýddi margfalt hærra verð en ESB samdi um. Nýlega láku út upplýsingar sem sýna að Ísrael greiddi tvöfalt hærra verð fyrir bóluefnisskammtinn frá Pfizer en ESB.

Þýskir skattgreiðendur greiddu að stórum hluta fyrir þróunarkostnað einkafyrirtækisins Pfizer á bóluefninu. Þeir þurfa nú að bíða þar til Pfizer þóknast að afhenda EES löndunum umsamda skammta af bóluefninu gegn COVID.

Það er alveg ljóst að verð á bóluefninu gegn COVID þarf að lækka umtalsvert áður en að einkafyrirtækið Pfizer er tilbúið að láta Íslendinga hafa fleiri skammta til að kanna hvort hjarðónæmi náist þegar 60% þjóðarinnar hefur verið bólusett.  

Lengi lifi einkaframtakið (sic) – eða svoleiðis sko!“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: