- Advertisement -

Brýn þörf á fjölmiðli launafólks

Það er löngu komin tími til að verkalýðshreyfingin griði sig í brók og sameinist um að gefa út öflugan fjölmiðil í ýmsu formi.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

„Ég er orðin 36 ára og bý með móður minni,“ er haft eftir konu í Stundinni sem getur ekki lifað af laununum sínum. Stundin gerir þó eitthvað til að benda á ástandið. En það dugar ekki til. Um 210 þúsund manns eru á vinnumarkaði og langflestir þeirra tilheyra ASÍ í gegnum sín stéttarfélög. Það er reginhneyksli að þessi gríðarlega stóri hópur skuli ekki eiga sér öflugan málsvara, öflugan fjölmiðil í ýmsu formi sem höfðar líka til unga fólksins. Við skulum átta okkur á því að það eru auðkýfingar, fyrirtækjaeigendur og stórkapítalistar sem stjórna nánast allri umræðu og upplýsingastreymi til þjóðarinnar í gegnum sína stóru og sterku fjölmiðla. Þetta lítur svona út: Stórútgerðarmenn og auðkýfingar eiga Morgunblaðið. Auðmenn sem koma úr Samtökum atvinnulífsins og Samtökum iðnaðarins eiga Fréttablaðið og Hringbraut. Og Hrunverjinn, Hreiðar Guðjónsson( þekktur fyrir að taka stöðu gegn íslensku krónunni í ábataskyni rétt fyrir hrun), sem fær áfram að vera milljarðamæringur, á meirihlutann í og rekur fyrirtækið Sýn. En Sýn starfrækir Stöð2, visir.is, Stöð2sport, Bylgjuna, FM957 og Xið977. Stjórnmálaelítan rekur síðan RUV í gegnum stjórn RUV sem skipuð er af stjórnmálaflokkunum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið æ valdameiri í stjórnun RUV með árunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjálfstæðisflokkurinn hefur orðið æ valdameiri í stjórnun RUV með árunum.

Þetta eru skuggalegar staðreyndir og sína vel að auðkýfingar, fyrirtækjaeigendur og stórkapítalistar telja hagsmuna sinna vel gætt með því að eiga fjölmiðla og hafa áhrif á það hvernig fólk hugsar og hegðar sér. Jafnvel þó þeir fjölmiðlar sýni bullandi tap. Þeir eiga nóga peninga og geta borgað með sínum fjölmiðlum.

Fjöldahreyfing launafólks í verkalýðsfélögunum á ekkert málgagn. Ekkert sameiginlegt öflugt málgagn þar sem það getur upplýst um kjör sín, lífið og aðstæður í leik og starfi. Ekkert málgagn sem getur jafnframt upplýst það um réttindi sín og möguleika til að lifa með reisn. Þar sem því er sýnd virðing. Og þar sem bornar eru fram upplýsingar um það hvernig kaupin gerast raunverulega á eyrinni. Til dæmis hvernig sameiginlegum auðæfum þjóðarinnar er útdeilt. Og hvaða möguleikar eru aðrir í stöðunni. Fréttir sagðar með hagsmuni hinna vinnandi stéttar að leiðarljósi. Hagsmuni mikils meirihluta þjóðarinnar.

Það er löngu komin tími til að verkalýðshreyfingin griði sig í brók og sameinist um að gefa út öflugan fjölmiðil í ýmsu formi. Góðu fréttirnar er að hún hefur efni á því. Íslensk verkalýðshreyfing er rík enda eru um 90% vinnufærra manna í verkalýðsfélögum. Peningunum verður ekki betur varið. Einstaka félög hafa gefið út sérrit. En þau ná ekki almennri útbreiðslu.

Það er sjaldgæft að sjá fyrirsögn í fjölmiðlum eins og þessa hjá Stundinni. Það er svo sjaldan talað við fólk sem getur ekki lifað af laununum sínum. Þeir vilja ekki sýna þann veruleika, auðkýfingarnir sem eiga stóru og sterku fjölmiðlana.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: