- Advertisement -

Bubbi rífur þingheim upp á rassgatinu

Bubbi rífur þingheim upp á rassgatinu

Það var rétt hjá Bubba að þögn þingmanna um Samherjamálið var ærandi. Eftir að hann tjáði sig hafa nokkrir þeirra lifnað við. Komist í gegnum rimla hugans. Þó ekki forsætisráðherrann sem tiplar á tánum. Eins og hún þori ekki. Þetta er ólíkt þeirri Katrínu Jakobsdóttur sem við áður þekktum.

Þingmenn verð að vita að ekki dugar að stíga upp og kasta fram nokkrum spurningum í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi. Málið er stærra en svo. Miklu, miklu stærra. Samt má ekki lasta það litla sem þingmenn þó hafa gert.

Það þarf meira. Það þarf að tryggja stöðu fólks eins og Helga Seljan. Hann hefur byggt fréttir sínar á gögnum og viðtölum. Eins og blaðamenn gera. Á hann standa vindar. Kaldir norðanvindar.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Jafn bölvað og það nú er, virðist sem Katrín sé föst í neti Samherja.

Staða Ásgeirs Jónssonar, Seðlabankastjórans sem þorði að segja það sem hann sagði, kann að breytast. Hans æðsti yfirmaður er Katrín Jakobsdóttir. Ekki er hægt að skilja annað en að hún telji sig eitt og annað vantalað við Ásgeir.

Hér er hluti af því sem hún sagði á þingi í gær:

„Við skulum bara átta okkur á því að hér skiptir máli að nefna dæmi. Hins vegar held ég og ítreka að það væri áhugavert að fá nánari skýringar á þessu hjá seðlabankastjóra því að þetta er auðvitað mjög stór staðhæfing sem hann fer með og það skiptir máli að við ræðum þessi mál, hvernig hagsmunaaðilar beita sér og hvaða gagnsæi ríkir um það. Þar höfum við í ríkisstjórninni einmitt beitt okkur fyrir auknu gagnsæi, sem veitir ekki af í þessu litla samfélagi okkar.“

Jafn bölvað og það nú er, þá er ekki annað að sjá en Katrín sé föst í neti Samherja. Öðruvísi mér áður brá. Þetta er hreint magnað allt saman.

Hafi þeir Ásgeir og Bubbi þökk fyrir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: