- Advertisement -

Bubbi: „Þeir vita uppá sig skömmina“

Bubbi Morthens skrifaði á Facebook:

„Eitt ríkasta fyrirtæki Íslands í sögu okkar þjóðar, í eigu einnar ríkustu fjölskyldu sögunnar, heitir Samherji, en þrátt fyrir auðinn þolir það ekki listrænan gjörning sem gerir í raun grín að því hversu hörundsárir þeir eru gagnvart siðferði sínu og gjörðum. Og þeir ákveða að lögsækja listamanninn í krafti auðs sem þeir hafa fengið uppí hendurnar frá þjóðinni. Enn og aftur hnyklar fyrirtækið gullvöðvann og reynir að stöðva gagnrýni á sig, og þá skiptir ekki máli hver á í hlut. Ef þú vogar þér að gera grín að þeim eða gagnrýna þá líkt og Helgi Seljan forðum þá fara þeir í þig í krafti stærðar sinnar. Smáir eru þeir í stærð sinni. Þessi gjörningur var brill og útaf hverju heldur fólk að Samherji hafi brugðist svona við? Vegna þess að þeir vita uppá sig skömmina? Já, líklega, og enn og aftur ríkir þögn um þennan lagalega skömmustu-gjörning Samherja.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: