- Advertisement -

Byggðastefnan hefur siglt í strand

Þorgrímur Sigmundsson.

„Eins og við höfum svo sorglega verið minnt á hér í orðum nokkurra þingmanna þá hefur byggðaþróun og byggðastefna á Íslandi algjörlega siglt í strand. Það sést með skýrum hætti ef byggðaþróun er skoðuð nokkra áratugi aftur í tímann og það bútasaumskerfi sem hér hefur verið rekið og byggist á að stökkva í einhvers konar neyðarpakka, neyðaraðgerðir eða eitthvað slíkt, þegar allt er komið í óefni á einhverjum tilteknum svæðum og því gefin nöfn eins og Vestfjarðaraðstoð, Brothættar byggðir og svo mætti áfram lengi telja,“ sagði varaþingmaður Miðflokksins, Þorgrímur Sigmundsson.

„Það er alveg hægt að lýsa þessu á myndrænan hátt sem birtist kannski skýrast í því að við erum að verða eitt af meiri borgríkjum Evrópu, Ísland, eitt af meiri borgríkjum Evrópu. Ég er ekki viss um að það sé sú þróun sem Íslendingar almennt vilja sjá. Við sjáum þannig hjá nágrönnum okkar Norðmönnum að þar eru til að mynda á Óslóarsvæðinu u.þ.b. 25% íbúa og þykir Norðmönnum nóg um og hafa farið í talsvert afgerandi aðgerðir til að sporna við þeirri þróun. Ef við tökum hins vegar áhrifasvæði Reykjavíkur, sem ég ætla að leyfa mér að skilgreina hér milli Hvítánna tveggja, þá búa þar nú u.þ.b. 85% Íslendinga — 85% Íslendinga. Það þarf að ráðast í öflugar aðgerðir ef á að vera hægt að snúa þessu við eða í það minnsta stöðva þróunina og það verður ekki gert með áframhaldandi smáskammtalækningum. Við þurfum að fara að sameinast um það í þessum sal að taka þá þróun alvarlega, annars lifir landsbyggðinni þetta ekki af,“ Þorgrímur Sigmundsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: