- Advertisement -

Byggðirnar fái veiðigjöldin

Minnkandi tekjur íbúa leiða af sér lægri útsvarstekjur.

„Þá mætti jafnframt skoða að veiðigjald eða hluti þess renni til sveitarfélaga til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi og það sé þá í höndum sveitarfélaganna sjálfra að nýta fjármagnið,“ sagði Njörður Sigurðsson, varaþingmaður Samfylkingarinnar, þegar þar var rætt um loðnubrestinn.

„Það er mikið högg fyrir þau samfélög sem reiða sig á loðnuvinnslu þegar tekjur dragast svo mjög saman. Þó er rétt að halda til haga að loðnubrestur kemur misjafnlega niður á samfélögum en sem dæmi hefur aukning makrílkvóta vegið upp á móti tekjutapi á nokkrum stöðum. Ein leið til að mæta þessu tekjutapi væri að ríkisstjórnin færi í mótvægisaðgerðir eins og gert var árið 2007. Þá mætti jafnframt skoða að veiðigjald eða hluti þess renni til sveitarfélaga til uppbyggingar á fjölbreyttri atvinnustarfsemi og það sé þá í höndum sveitarfélaganna sjálfra að nýta fjármagnið.“

2007 var farið í nokkuð umfangsmiklar mótvægisaðgerðir vegna niðurskurðar á þorskkvóta og var tæpum 14 milljörðum kr. varið í þær yfir nokkurra ára tímabil.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Sveitarfélög verða líka af miklum tekjum við loðnubrest. Minnkandi tekjur íbúa leiða af sér lægri útsvarstekjur. Þá lækka einnig tekjur sveitarfélaganna af hafnargjöldum. Í skýrslu sem gerð var fyrir Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi kom fram að hjá fimm sveitarfélögum var tekjutap vegna þessa frá 23,5 milljónum og upp í 280 millj. kr. Því er ljóst að tekjutapið hefur gífurleg áhrif á þau samfélög sem reiða sig á loðnuvinnslu, hvort sem litið er til sveitarfélaga, fyrirtækja eða starfsmanna. Ef um áframhaldandi loðnubrest verður að ræða er rétt að velta upp þeim möguleika hvort ríkið geti á einhvern hátt mætt þessu tekjutapi með mótvægisaðgerðum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: