- Advertisement -

Dæmd til að svelta

„Jafnrétti, meðalhóf, réttlæti eru orð sem oft eru notuð á Alþingi. Allir eru jafnir fyrir lögum, segir stjórnarskráin, en förum við eftir því? Sjáum við til þess með lögum og reglum sem við samþykkjum hér á þingi að allir séu jafnir fyrir lögum?“

Þannig talaði Guðmundur Ingi Kristinsson á Alþingi í dag. Honum voru fjársektir ofarlega í huga.

„Er það sanngjarnt og réttlátt að sektargreiðslur mismuni fólki gróflega eftir því hvað viðkomandi hefur í laun? Hvar er réttlætið og sanngirnin í því að sá sem er á lágmarkslaunum greiði mánaðarlaun sín í sekt en sá sem er á hámarkslaunum greiði 5–10% af mánaðarlaunum sínum fyrir sama brot? Sé brotið gegn reglum um sóttkví er sektin 50.000–250.000 kr., eftir alvarleika brotsins. 250.000 kr. eru útborguð mánaðarlaun marga sem eru á lífeyrislaunum frá almannatryggingum og ótrúlega stór hópur öryrkja og eldri borgara er með enn minni útborgun og lepur dauðann úr skel í boði ríkisstjórnar eftir ríkisstjórn. 250.000 kr. sekt fyrir þennan hóp er ávísun á svelti og grimmilega refsingu í samanburði við þann sem fær útborgað 1 millj. kr. á mánuði.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: