- Advertisement -

Dagur gerir afdrifarík mistök

Kolbrún Baldursdóttir borgarfulltrúi.

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, skrifar þunga grein í Mogga dagsins. Þar fjallar hún um ákvörðun Dags B. Eggertssonar að leggja af borgarskjalasafn borgarinnar. Grein Kolbrúnar endar svona:

Hér stefn­ir í að borg­ar­stjóri geri af­drifa­rík mis­tök í starfi. Við í minni­hlut­an­um þurf­um að horfa upp á þenn­an vonda gjörn­ing og get­um ekk­ert gert. Borg­ar­bú­ar og framtíðar­borg­ar­bú­ar munu líða fyr­ir þetta. Sagn­fræðiheim­ur­inn er í upp­námi. Sagn­fræðinga­fé­lagið staðfest­ir að fyr­ir­hugaðar breyt­ing­ar yrðu mik­il aft­ur­för. Slíkt safn sem Borg­ar­skjala­safn veit­ir al­menn­ingi aðgang að sögu sinni, varðveit­ir sögu ein­stak­linga og stofn­ana á svæðinu. Þannig þjón­ar Borg­ar­skjala­safnið íbú­um borg­ar­inn­ar öll­um, nem­end­um á hverju skóla­stigi, stjórn­mála­mönn­um, emb­ætt­is­mönn­um og fræðasam­fé­lag­inu af mik­illi fag­mennsku eins og seg­ir í álykt­un Sagn­fræðifé­lags­ins.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: