- Advertisement -

Dómsmálaráðuneytið fari að lögum

Stjórnmál „Lög sem ekki er fram­fylgt eru einskis virði. Við Íslend­ing­ar höf­um í seinni tíð séð með eig­in aug­um að það eru lög­brot­in sem hrjá okk­ur, ekki skort­ur á lög­um. Kær­u­nefnd­ir taka sig til og út­deila tug­um millj­arða án laga­heim­ilda. Þegar upp verður staðið er óvíst að landið okk­ar standi þau hundraða millj­arða út­gjöld af sér,“ segir í niðurlagi greinar sem Einar S. Hálfdánarson skrifar í Mogga dagsins.

„Reykja­vík­ur­borg brýt­ur eig­in lög­reglu­samþykkt; lög­regl­an samþykk­ir at­hæfið. Ólög­leg­ar fjársafn­an­ir, mút­ur, hat­urs­full um­mæli. Björn Jón Braga­son rek­ur lög­laust at­hæfi Seðlabank­ans í bók sinni. Bankaráðið læt­ur sér bara vel líka.

Við ger­um þá kröfu til sjálfs ráðuneyt­is dóms­mála að það fari að lög­um. Treysti yf­ir­stjórn ráðuneyt­is­ins sér ekki til þess þarf menn með kunn­áttu og kjark til að fram­fylgja ís­lensk­um lög­um,“ skrifar Einar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: