- Advertisement -

Dósent vill vernda okurleigufélögin

Ásgeir Jónsson, dósent í hagfræði við Háskóla Íslands, segir að stjórnvöld „…ættu ekki að amast við auknum umsvifum leigufélaga á almennum markaði eða keppa sjálf, í krafti peninga skattgreiðenda, við slík félög. Þau ættu fremur að huga að almennum aðgerðum sem væru til þess fallnar að auka framboð á markaði og lækka vexti og byggingarkostnað og skapa þannig umhverfi þar sem virkur leigumarkaður fær þrifist.“

Þetta segir Ásgeir í viðtali við Fréttablaðið.

Í Fréttablapinu segir: „Aðspurður segir Ásgeir að þrátt fyrir mikla hækkun fasteignaverðs á síðustu árum sé verðið ekkert endilega út úr korti miðað við aðra þætti, eins og til dæmis laun og vaxtastig. Til dæmis hefur fasteignaverð ekki hækkað mikið meira en lægstu launataxtar hin síðari ár. Vaxtastigið hefur einnig lækkað mikið sem léttir greiðslubyrði fólks.“

Leigufélögin skila nú ársreikningum hvert af öðru, og öll högnuðustu þau um milljarða á síðasta ári.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: