- Advertisement -

Dúndurskot á Bjarna úr hægra horninu

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins er skot fast á Bjarna Benediktsson. Reyndar einnig á Katrínu Jakobsdóttur.

„Nú hefur ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur verið á stöðugu útgjaldafylleríi frá stofnun hennar. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra er búinn að vera með bensínið í botni og er að skila halla af fjárlögum sem nemur um 4% af landsframleiðslu á sama tíma og verðbólgan er í 10% og hagvöxtur mælist um 6%.“

Þetta er ekki allt:

„Það er ekki að furða að Seðlabankinn hækki vexti úr öllu valdi í svona árferði. Flestir stjórnmálamenn með grundvallarskilning á stjórn efnahagsmála skilja að verðbólga miun ekki hjaðna og vextir ekki lækka nema dregið verði úr ríkisútgjöldum með markvissum hætti næstu ár.“

Þa´ð er ekkert annað. Nú fýkur í flest skjól.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: