- Advertisement -

Ef SFS á ekki að fara að lögum hver á þá að gera það?

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Þessi dólgsháttur hefur þrengt verulega stöðu SFS og mikill vandi er talsmönnum samtakanna á höndum við að útskýra að hagsmunir þeirra fari saman við hagsmuni þjóðarinnar.  

Það kann aldrei góðri lukku að stýra að ganga út frá röngum forsendum. Það á svo sannarlega við um bæði við um líffræðilegar forsendur Hafró og grein framkvæmdastjóra SFS um hvað sé sanngjörn samþjöppun í sjávarútvegi. Í greininni  tíundar hún kosti samþjöppunarinnar og réttlætir hana, þó svo þau feli í sér skýr brot á íslenskum lögum.

Staðreyndin er sú að aðferðarfræði Hafró sem gengur út á að veiða minna til að geta veitt meira seinna, átti að skila 500 þús tonna jafnstöðuafla, hefur heldur betur snúist upp í andhverfu sína. Eftirsóknarvert þótti að losna við sveiflur í þorskafla sem voru á þeim árum þegar algert frelsi var til veiða eða um 550 þús. tonn og niður í vel ríflega 350 þús. tonn ársafla, en þorskaflinn í ár verður liðlega 220 þús. tonn!

Þú gætir haft áhuga á þessum

kki þarf að vísa til annarra vitna en Baldvins Þorsteinssonar…

Það að halda því fram eins og framkvæmdastjóri SFS að skýr lögbrot og samþjöppun í sjávarútvegi, skipti engu máli, þar sem um sé að ræða útflutningsgrein, er nánast barnalegt. Ekki þarf að vísa til annarra vitna en Baldvins Þorsteinssonar, sem lýsti því fjálglega í tölvupósti, hvernig samþjöppunin er notuð til þess að skaða íslenska hagsmuni og komast hjá því að skila gjaldeyristekjum til landsins.

Fyrir utan hin miklu efnahagslegu völd sem stærri sjávarútvegsfyrirtækin hafa náð, með réttindum sínum sem veitt eru til eins árs í senn, til þess að nýta sameiginlega auðlind þjóðarinnar, þá verður einnig að líta til samfélagslegra þátta.  Það að flaggskip SFS skuli hafa í hótunum við almenna borgara eða senda lögfræðinga á ráðherra og heimta að þeir gefi skýringar á orðum sínum, gefur til kynna að SFS ætti að taka til í eigin ranni. Ofsóknir gegn seðlabankastjóra, uppljóstraranum Jóhannes Stefánsson og blaðamönnum sem leyfa sér að fjalla um greinina með gagnrýnum hætti, eru komin út fyrir öll velsæmismörk.

Þessi dólgsháttur hefur þrengt verulega stöðu SFS og mikill vandi er talsmönnum samtakanna á höndum við að útskýra að hagsmunir þeirra fari saman við hagsmuni þjóðarinnar.  

Skynsamt fólk í röðum útgerðarmanna ætti að íhuga stefnubreytingu og horfast í augu við feigðina sem felst í þeirri stefnu SFS að mylja alla greinina undir 4 fyrirtækjablokkir.
Má lesa hér. 

Skynsamt fólk í röðum útgerðarmanna ætti að íhuga stefnubreytingu og horfast í augu við feigðina sem felst í þeirri stefnu SFS að mylja alla greinina undir 4 fyrirtækjablokkir.  Bóka má að  innan skamms munu stórfyrirtækin verða farin að líkjast klunnalegum „sovéskum“ einingum,  þar sem unnið verði eftir 5 ára áætlunum.    Til framtíðar litið væri vænlegra fyrir SFS að kanna með opnum hug hvort ekki sé meiri afli til skiptanna á Íslandsmiðum, en „ráðgjöf“ Hafró gefur til kynna og að tryggja að lággróðurinn fái að þrífist góðu lífi í greininni m.a. sjálfstæðar fiskvinnslur og nýliðun í útgerð.  Atvinnugrein án nýliðunar og nýrra hugmynda er ávísun á stöðnun.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra  sem ber ábyrgð á stjórnsýslunni í landinu, hlýtur að svara þessari grein og veita Heiðrúnu Lind aðstoð við að fá þá sem lengst leiddir af peningafíkn innan  SFS, að fara að lögum samfélagsins.

Það er að segja ef forsætisráðherra Katrín Jakobsdóttir, sem fregnir herma að sitji að kaffidrykkju með sakborningum í alþjóðlegum mútumálum ,sé þeirrar skoðunar að SFS sé ekki undanþegið íslenskum lögum.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: