- Advertisement -

Er fólkið siðblint?

Birgir Dýrfjörð skrifaði:

Þegar spurt er á vefsíðum „hvað er siðblinda“, þá birtast mörg svör og skýringar.

Ein skýring er þó sameiginleg á flestum síðum. Sú skýring er, að siðblind manneskja hefur ekki í sér færni að finna fyrir meðlíðan með öðrum. 

Siðblind manneskja hefur ekki getu til að finna til með eða setja sig í spor annarra

Þú gætir haft áhuga á þessum
Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár.

Hana skortir samhygð og getu að setja sig í annarra spor þó hún viti hvernig þeim líður.

Hana skortir eftirsjá, og finnur ekki fyrir sektarkennd, þó hún valdi öðrum sársauka.

Viðbjóðurinn í Sjóvarpinu.

Á fundi atvinnuveganefndar Alþingis var sýnd upptaka af veiðum á hval.

Brot af þessari upptöku var sýnt í Sjónvarpinu. Þar sást særður hvalur brjótast um með tvo skutla á kafi í líkama sínum.  Í báðum skutlum var kaðaltóg sem var fast við skipið þannig,  að þegar dýrið reyndi að forða sér þá rifu skutlarnir í blæðandi holdið og héldu því föstu.

Þessu ógeði til viðbótar sást í tveggja til þriggja metra flakandi opið, og blóðugt svöðusár.

Þess ber að geta að það tekur minnst 20 mínútur að hlaða skutulbyssuna. Það voru tveir skutlar í dýrinu og tvö eða þrjú feilsskot voru sýnd til viðbótar án þess það tækist að bana dýrinu.

 (Hér má benda á, að hvalurinn er spendýr með heitt blóð og jafn næmt sársaukaskyn eins og við, sem lesum þessa grein.)

Siðlaus ómöguleiki.

Ég bið þau, sem styðja og verja þessi dráp, að hugsa sér þann siðferðilega ómöguleika, að í þau væri krækt djúpt milli rifja stórum önglum, og þau dregin þannig og pínd, – og drepin.

Skyldi ekki örvæntingin gefa þeim kraft að berjast fyrir lífi sínu meðan lífsþróttur þeirra endist. Ég er sannfærður um að þau, sem hafa getu að ímynda sér, að þau séu sjálf í sporum hvalsins, þau hafa þá meðlíðan og samúð, sem þarf til að setja sig í spor annarra.

Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt.

Þau eru ekki siðblind.  Þau hafa nægt siðgæði til að mótmæla, að dýr séu kvalin til dauða. Sé svo ekki, ættu þau að endurskoða viðhorf sín og breytni við – menn og málleysinga.

Vísir.is birti 13.7. ´23. skoðanakönnun um afstöðu kjósenda til hvalveiða. Þar kom fram að 39% voru móti banni hvalveiða. 42% voru hlynnt banni.

Það er líklegt að svör þeirra 39% sem eru móti banni hvalveiða,  hefðu orðið önnur ef þau hefðu séð viðbjóðinn sem sjónvarpið sýndi þegar veiðimenn voru að murka lífið úr 50-70 tonna dýri.

Ég bið alla sem geta, að koma þeirri upptöku á netið. Hún skýrir þörfina á frestun hvalveiða.

Að lokum.

Ég veit vel að mannskepnan þarf að bana öðrum skepnum sér til matar. Því verður ekki breytt.

Ekki frekar en þeirri staðreynd að við erum eina skepnan, sem hefur burði að skilja og skynja þjáningu bráðarinnar sem við drepum okkur til viðurværis.  Það er gjald þess að vera maður.

Alþingi setti því sett lög til að tryggja að banastundin vari andartak en sé ekki langvarandi þjáning. 

Þau lög Alþingis eru ástæðan fyrir frestun hvalveiðanna.

(Ég bið þau sem vilja og geta að deila að deila þessari grein)


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: