- Advertisement -

Ég er formaður – ég forgangsraða

Hreint ótrúlegar umræður voru á Alþingi í dag. Þingmenn stigu í ræðustól og kvörtuðu undan Lilju Rafneyju Magnúsdóttir Vg og formanni atvinnuveganefndar. Af þeim mátti skilja að Lilja Rafney setji mál stjórnarandstæðinga ekki á dagskrá þó þau séu að fullu unnin.

„…formaður hefur dagskrárvald og þó að málið hafi ekki enn þá verið tekið á dagskrá…,“ sagði Lilja Rafney. „…formaður forgangsraðar málum eftir því hvað þau eru brýn og mun halda áfram að gera það…,“ bætti hún við.

Þetta féll í grýttan jarðveg. Þingmönnum var tíðrætt um hversu mikill friður ríkti á þinginu. „En ég minni á það að friðurinn sem hefur ríkt hér á þingi á kjörtímabilinu er ekki sjálfsagður,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson.

Jón Þór Ólafsson hefur reynslu af nefndarformennsku. Hann sagði: „Það er rétt að við sem erum formenn nefnda höfum dagskrárvaldið, en það er samt sem áður ekki alræðisvald.“

Svo fór að Lilja Rafney varð að draga í land. Steig í ræðustól: „Ég er friðarsinni og set bara upp hvíta flaggið og við fjöllum um þetta mál á næstunni, fyrr en síðar, eins og ég sagði.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: