- Advertisement -

Ég hef þurft að líða árásir á Alþingi

…um þá ofbeldismenningu sem þrífst á Alþingi.

„Út frá reynslu minni, sem formaður nefndar og þingflokksformaður velti ég því fyrir mér, og varpa þeirri spurningu fram hér, hvort öðruvísi sé komið fram við konur í valdastöðum en karla,“ sagði Halldóra Mogensen eftir að flokkssystir hennar; Þórhildur Sunna Ævarsdóttir sagði af sér formennsku í stjórnsýslu- og eftirlitsnefnd Alþingis.

Halldóra hefur verið formaður velferðarnefndar. „Ég hef þurft að líða árásir og það sem ég myndi flokka sem andlegt ofbeldi þegar ég hef varpað ljósi á mál sem hafa verið óþægileg fyrir meirihlutann. Það hefur verið komið fram við mig á hátt sem ég efast um að væri gert ef ég væri karlmaður. Ég get að sjálfsögðu ekkert staðhæft um þetta enda hef ég aldrei verið karlmaður í valdastöðu. En mér finnst mikilvægt að spyrja spurningarinnar í von um að hún hvetji til einhvers konar sjálfsskoðunar og umræðu um þá ofbeldismenningu sem þrífst á þessum vinnustað, sem ég hef fundið fyrir síðan ég steig hingað inn og litar alla okkar vinnu, og að hverjum hún beinist helst þessi menning og hvernig við komum fram hvert við annað.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: