- Advertisement -

„Ég tel mig vita best hvað Samfylkingin hugsar, betur en Samfylkingin sjálf“

„Þetta er ekki fýluræða hjá mér gagnvart Samfylkingunni.“

„Það er nú þannig að ég tel mig vita best hvað Samfylkingin hugsar, betur en Samfylkingin sjálf,“ sagði Brynjar Níelsson þegar rætt var um breytingarnar á skattrannsóknarstjóra.

„Ég hef sagt það áður að ég get alveg skilið þau sjónarmið að Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn eigi ekki að renna saman. Ég get alveg skilið það sjónarmið að menn telji að skattrannsóknarstjóri sé sjálfstætt fyrirbæri sem sé raunverulega héraðssaksóknari í málum af þessu tagi. Ég geri ekki athugasemd við það, ég er bara ósammála því. Ég tel að mannskapurinn nýtist betur í Skattinum, þar sem er auðvitað margs konar sérfræðiþekking sem nýtist líka við skatteftirlitið og skattrannsóknina. Þess vegna held ég að það sé gott fyrir skattrannsóknarstjóra að vera hluti af því embætti og raunverulega finnst mér það standa miklu nær en Fjármálaeftirlitið og Seðlabankinn, ef út í það er farið. Eins og ég segi: Þetta er alveg sjónarmið, þetta eru sjónarmið sem maður heyrir víða í útlöndum og þar væri kannski auðveldara en hér að hafa ákæruvaldið hluta af Skattinum. Þetta er ekki fýluræða hjá mér gagnvart Samfylkingunni í þessu, ég virði þessa skoðun. Af því að við höfum mikla tilhneigingu til að vísa til sérfræðinganna og vísindamannanna, sem ég geri kannski ekki mikið af, vil ég benda á þá í þessu máli,“ sagði Brynjar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: