- Advertisement -

Eiður Smári er okkar maður

Sigurjón Magnús skrifar:

Hvert sem gengi landsliðsins var mætti Eiður Smári. Það er því með ólíkindum að þegar Eiði Smára er sagt upp störfum skuli það gert af Knattspyrnusambandi Íslands.

Enginn fótboltamaður íslenskur hefur unnið eins mikið og stórt og Eiður Smári. Engum hefur tekist að skýra út leikkerfi og spil einstakra liða fyrir okkur og Eiður Smári.

Það er óásættanlegt að KSÍ hafni honum. Eiður Smári er breyskur maður. Eins og við flest erum. Miðað við frásagnir gerði hann ekkert það, í hófi Knattspyrnusambandsins, sem á kosta brottrekstur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Munum þegar Eiður Smári lék með Chelsea og Barcelona kom hann ítrekað til að spila með landsliðinu. Hvert sem gengi landsliðsins var mætti Eiður Smári. Það er því með ólíkindum að þegar Eiði Smára er sagt upp störfum skuli það gert af Knattspyrnusambandi Íslands.

Nær væri að styðja Eið Smára þarfnist hann aðstoðar. Hann á það skilið. Heldur þveröfugt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: