- Advertisement -

Eiður Smári

Arnar Þór og Eiður Smári.

Að mínu viti stendur Eiður Smári fremst alls okkar íþróttafólks. Hann var ekki bara góður á fótboltavellinum. Öll hans tilsvör í fjölda viðtala hafa verið honum til sóma. Skýringar hans á fótbolta eru alltaf auðskiljanlegar og á góðri íslensku. Eiður Smári er vandaður maður.

Það að hann eigi í vandræðum með áfengi er kannski ekki gott. Fari hann hins vegar þá leið sem ég til dæmis fór og þúsundir og aftur þúsundir annarra kemur hann öflugur til baka.

Þá mun hann miðla að visku til fótboltafólks sem og okkar hinna. Hann ber af í þeim efnum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ég óska honum alls hins besta og hlakka til að sjá hann koma til baka.

Myndin er tekin þegar ég tók viðtal við hann fyrir Miðjuna þegar landsliðið, skipað leikmönnum 21 árs og yngri, lék sinn fyrsta leik undir stjórn Arnars Þórs og Eiðs Smára. Leikið var á Spáni. Leikið var við Tékka og leikurinn fór eitt eitt. Þetta var frumraun hans sem þjálfara.

Viðtalið við Eið Smára er hér að neðan:Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: