- Advertisement -

Ekkert vaxið eins og ráðuneyti Katrínar

Forsætisráðherrarnir, núverandi og fyrrverandi, Katrín Jakobsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson takast stundum á í þingsal. Nýlegt dæmi:

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson: „Ríkisstjórnin hefur eytt heilmiklu fjármagni, hafði mikið til ráðstöfunar þegar hún tók við og óvíða og líklega hvergi hefur vöxtur báknsins verið eins mikill og einmitt í forsætisráðuneytinu. Ég tel að það sé óhætt að segja að aldrei á lýðveldistímanum hafi nokkurt ráðuneyti vaxið eins hratt og forsætisráðuneytið í tíð þessarar ríkisstjórnar.“

Katrín Jakobsdóttir: „Háttvirtur þingmaður nefnir hér báknið í forsætisráðuneytinu. Þessi umræða er okkur ekki alls ókunnugleg, við höfum átt hana áður, en ég hlýt að minna hv. þingmann á að meðal þess sem hefur gerst á kjörtímabilinu er að málaflokkur jafnréttismála var færður yfir í forsætisráðuneytið. Síðan var ákveðið að ráðast í viðbyggingu við forsætisráðuneytið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: