- Advertisement -

Ekki rukka börn fyrir nauðsynlega þjónustu

Salvör Nordal, umboðsmaður barna, hefur óskað skýringa á hækkun á strætófargjöldum barna.

„Fulltrúi sósíalista ítrekar það sem kemur fram í bréfi umboðsmanns barna í tengslum við hækkun á gjaldskrá þar sem gjald fyrir árskort ungmenna hækkaði verulega og ljóst er að slíkt hafi mest áhrif á börn sem búa við fátækt og erfiðar félagslegar aðstæður. Umboðsmaður barna óskaði eftir svörum við því hvort mat hafi verið lagt á áhrif þessarar ákvörðunar og tekur fram að hún sé tekin á vettvangi sveitarfélaga sem hafa lýst því yfir að vera barnvæn. Um nauðsynlega þjónustu er um að ræða fyrir börn. Einnig er fjallað um ákvörðun núverandi meirihluta um að afnema gjaldtöku í strætó fyrir börn á grunnskólaaldri, ekki hefur komið fram hvenær eigi að ráðast í umræddar breytingar, né með hvaða hætti. Sósíalistar ítreka mikilvægi þess að börn verði ekki rukkuð fyrir nauðsynlega þjónustu,“ segir í bókun Sósíalista í borgrráði.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: