- Advertisement -

Eldra fólk og öryrkjar fá ekki jólabónus eins og aðrir – ráðherrann svaraði engu

Guðmundur Ingi Kristinsson.

Guðmundur Ingi Kristinsson vakti athygli á að eldra fólki og öryrkjum er ekki boðið það sama og öllum öðrum:

„Síðan er annar hópur sem ég vil fá upplýsingar um hjá hæstvirtur ráðherra um hvers vegna lendi í þeirri undarlegu aðstöðu að vera eini hópurinn sem fær skertan jóla- og orlofsbónus. Eini hópurinn sem fær þetta skert. Það er búið að skerða þennan hóp allt árið, eini hópurinn sem stendur þarna út af og fær líka skertan jólabónus og orlofsbónus. Ég spyr: Hvað í ósköpunum gerði þessi hópur af sér til þess að eiga það skilið að vera eini hópurinn sem er tekinn út úr dæminu og fær ekki að upplifa að fá nákvæmlega sama jólabónus og allir aðrir, óskertan, hópur öryrkja og eldri borgara. Við vitum að þetta er lítill jólabónus, litlar orlofsbætur, helmingi minni en hjá atvinnulausum, fjórum eða fimm sinnum minni en hjá okkur. Ég spyr: Hvers vegna í ósköpunum þarf að skerða þessa hungurlús?“ Þannig spurði Guðmundur Ingi.

Svar Ásmundar Einars Daðasonar félagsmálaráðherra var ekki upp á marga fiska:

Þú gætir haft áhuga á þessum

Hvers vegna í ósköpunum þurfið þið að nota tækifærið ár eftir ár til að gera þetta?

„Síðan varðandi seinustu spurninguna um jóla- og orlofsbónusinn, þá veit ég ekki annað en að það lúti bara þeim almennu reglum sem gilt hafa um desemberuppbót eða orlof, bæði gagnvart örorkulífeyrisþegum, atvinnulausum, foreldrum langveikra barna og öðrum. Það er ekki verið að gera neinar breytingar á því núna á milli ára.“

Guðmundur Ingi kyngdi svarinu ekki:

„En hitt er aftur á móti annað mál að það eina sem þetta fólk gerði af sér, sem ég var að spyrja um, sem fær ekki orlofsbónus og jólabónus, er að það borgaði í lífeyrissjóð. Það borgaði í lífeyrissjóð. Lífeyrissjóðurinn hjá þessum einstaklingum er skertur um 38,9% hjá öryrkjum, 45% hjá ellilífeyrisþegum, og jólabónusinn líka. Þetta er bara eins og það væri gert hjá vinnandi fólki, að yfirvinnan væri notuð til þess að skerða. Hvers vegna í ósköpunum þarf að nota þetta líka þegar búið er að skerða hjá viðkomandi allt árið um kring? Af hverju má þetta fólk ekki fá jólabónus og orlofsbónusinn án skerðinga? Er það eitthvað „issjú“? Hvers vegna í ósköpunum þurfið þið að nota tækifærið ár eftir ár til að gera þetta?“

„Við erum að vinna eftir sama kerfi og verið hefur hvað það snertir,“ var það eina sem ráðherrann gat sagt.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: