- Advertisement -

Endalok SFS

Þjóðin veit að þeir stóru innan sjávarútvegsins brjóta lög með því að vera komnir langt fram úr leyfilegum aflaheimildum sem kveðið er á um í lögum.

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Raunir auðmannanna í SFS eru miklar þessa dagana. Verbúðin galopnaði augu landsmanna á spillingu kvótakerfisins og æ fleiri eru farnir að átta sig á því að ráðgjöf Hafró sem átti að gefa meiri afla hefur heldur betur snúist upp í andhverfu sína. Vísindin sem vitnað eru nefnilega ekki í samræmi við viðtekna vistfræði.

Ekki bætir úr skák að starfsemi helsta kvótagreifa landsins Þorsteinn Már er undir rannsókn yfirvalda víða um heim m.a vegna mútugreiðslna, til að komast yfir auðlindir þróunarríkis. Vissulega er það slæmt fyrir orðspor Íslendinga en verra er þó að þjóðin verði af miklum gjaldeyristekjum vegna milliverðlagningar fyrirtækja SFS, í gegnum svokölluð sölufyrirtæki sem eru lítið annað en skúffur staðsett í skattaskjólum. Þjóðin veit að þeir stóru innan sjávarútvegsins brjóta lög með því að vera komnir langt fram úr leyfilegum aflaheimildum sem kveðið er á um í lögum.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Heiðrun Lind Marteisnsdóttir.
Ljósmynd: RÚV.

Aðgerðaleysi stjórnvalda með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar gagnvart lögbrotum er orðin veruleg vandræðaleg sérstaklega þegar litið er til þess að á sama tíma virðist vera sem lögreglan sé í þeim verkum að áreita blaðamenn.

Í nýlegri grein undir skáldlegri yfirskrift „Að vera eða vera ekki á strandveiðum“ rak Heiðrún Lind Marteinsdóttir raunir SFS og vinnu sinnar við að halda uppi sjávarútvegi sem „hlotið alþjóðlega viðurkenningu“. Á skrifunum var greinilegt að hún var orðin verulega móð við að halda uppi vörnum fyrir vondan málstað og svo að hún greip til þess ráðs að vitna í Hamlet prins í verki Shakespeare, þegar prinsinn hugðist fremja sjálfsvíg til þess að flýja vandamál sín.

Ég vona fyrir alla muni að sú skynsama kona Heiðrún Lind fari ekki að grípa til óyndisúrræða í raunum sínum, heldur finni sér annað hvort, heiðarlega vinnu eða fari að opna skilningarvitin fyrir því að það sé betra fyrir SFS til lengri tíma litið að breyta starfsháttum sínum. Það þyrfti ekki að koma neitt niður á veiði togara, þó svo handfæraveiðar á Íslandsmiðum yrðu gerðar alfrjálsar. Að sama skapi er ljóst að ástunda milliverðlagningu og málamyndaverðlagningu á hráefni langt undir markaðsvirði í eigin fiskvinnslur, gengur ekki upp í sömu mund og rætt er um þjóðarhag.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: