- Advertisement -

Endurkoma Jóns Bjarnasonar

Sigurjón Þórðarson skrifar:

Gott mál ef Jón Bjarnason verður nýr aðstoðarmaður Svandísar Svavarsdóttur – Það er ekkert launungarmál að Samherjaráðherrann var drjúgur að ráða inn þeirra fólk í ráðuneytið og því má miklu frekar vænta þess að sumt þess mun miklu frekar leggja stein í götu allra jákvæðra breytinga á kvótakerfinu.Jón Bjarna gæti svo sannarlega veitt fyrrum flokkssystur sinni liðsinni.

Það er engin spurning að pólitískri ráðningu á Jóni Bjarna yrði almennt vel fagnað og jafnvel meðal almennra sjálfstæðismanna, sem sjá eðlilega margir feigðina í óbreyttu kerfi. Á hinn bóginn gæti harður en fámennur hópur, innmúraðra og undirsáta greifanna mótmæla. Þeir geta svo sem ekki mikið pípt, þar sem þeir fengu vissulega sinn Brynjar Níels og geta því lítið sagt við endurkomu Jóns Bjarna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: