- Advertisement -

Er betri stjórn í minni sveitarfélögum?

Karl Gauti Hjaltason.

„Ég veit ekki betur en að fjárhagsstaða minni sveitarfélaga sé almennt skárri, jafnvel mun skárri, en fjárhagsstaða þeirra stærri. Og af hverju skyldi það vera, frú forseti? Veldur nálægðin og ábyrgðin kannski ábyrgari fjármálastjórn í minni sveitarfélögum? Erum við kannski í þeim stærri komin það langt frá umbjóðendum vegna fjöldans að ábyrgðin verði minni og því kannski farið verr með féð? Hver rétta, besta eða hagkvæmasta stærðin er veit ég ekki. En það má deila um hvort betra sé að sameina út frá fjárhagslegu sjónarmiði,“ sagði Karl Gauti Hjaltason Miðflokki á Alþingi.

„Ég vil einnig tala um sveitarstjórnarstigið og ætlaði að gera það en hef ekki tíma til þess. Það er auðvitað komið að því, frú forseti, að íhuga, ef þetta heldur svona áfram, að koma á þriðja sveitarstjórnarstiginu. Það hefur oft verið rætt og ég myndi kannski vilja taka umræðu um það síðar, en þegar valdið fer svona langt frá íbúunum þá þurfum við kannski enn minni einingar víða um land.“

Karl Gauti talaði einnig um stóru sveitarfélögin og sagði þá: „að er kannski ekkert endilega hagkvæmast fyrir okkur Íslendinga að hafa höfuðborgarsvæðið eins fjölmennt og það er miðað við dreifbýli á landinu almennt. Það er kannski ekki það hagkvæmasta. Á þá að klippa það eitthvað í sundur? Eigum við ekki bara að láta íbúana sjálfa ráða því? Það held ég að sé nú kannski mergurinn málsins.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: