- Advertisement -

Er Bjarni í spreng?

Gunnar Smári skrifar:

12. febrúar á síðasta ári birti Íslandsbanki niðurstöður síðasta árs. Líklega verður ársreikningurinn fyrir 2020 tilbúinn um svipað leyti. Þetta er mikilvægur reikningur, þar mun koma fram hver staða bankans er í miðri kórónaniðursveiflu. Í reikningum sést hversu mikið fé bankinn hefur lagt til hliðar til að mæta enn dýpri kreppu og þar með hversu mikið eignir hans hafa verið færðar niður, eignir sem ætla má að endurmetnar verði aftur þegar (og ef) efnahagslífið tekur við sér. Eftir Hrun var þessi mismunur á milli varúðarfærslna bankanna og raunverulegrar útkomu uppspretta um helmings af hagnaði þeirra.

Fjármálaráðherra ætlar ekki að bíða eftir þessari skýrslu. Honum liggur á að láta Alþingi samþykkja heimild til sín fljótlega eftir 20 janúar um að selja bankann. Hann vill að þingmenn ræði söluna án þess að hafa bestu upplýsingar í höndunum, þótt aðeins séu þrjár vikur þar til ársskýrslan liggur fyrir.

Hvers vegna vill ráðherrann klára málið áður en upplýsingar koma fram? Veit hann og þeir sem hann ætlar að selja bankann hver staðan er? Meta þeir það svo að það sé líklegra að ná þessu í gegnum þingið áður en að ársskýrslan liggur fyrir en eftir að hún birtist?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: