- Advertisement -

Er sjávarútvegurinn óvinur, og þá hvers?

Sigurjón Magnús Egilsson:

Þegar kreppir að í samfélaginu, kannski vegna óstjórnar síðustu ára, verður að leita víðar en áður að þeim sem kunna að vera aflögu færir. Þar er sjávarútvegurinn. Það er búið að sýna okkur hversu rangt er gefið.

Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, skrifar grein í Moggann með fyrirsögninni: „Íslenskur sjávarútvegur er óvinurinn“. En óvinur hvers? Minn? Eða þinn? Auðvitað er svarið augljóst að við teljum sjávarútveginn ekki óvin þjóðarinnar.

Þegar kreppir að í samfélaginu, kannski vegna óstjórnar síðustu ára, verður að leita víðar en áður að þeim sem kunna að vera aflögu færir. Þar er sjávarútvegurinn. Það er búið að sýna okkur hversu rangt er gefið.

Sigríði Margrét er mikið niðri fyrir: „Stóra spurn­ing­in er hver ber ábyrgð á þeirri óvild sem hér birt­ist í garð und­ir­stöðuat­vinnu­grein­ar lands­ins. At­vinnu­grein­ar sem hef­ur lagt grunn­inn að þeim lífs­kjör­um sem við búum við og þeim fjöl­mörgu fyr­ir­tækj­um sem veita sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tækj­um þjón­ustu eða hafa orðið til í kjöl­far ný­sköp­un­ar í tengsl­um við sjáv­ar­út­veg. At­vinnu­grein­ar sem býr nú þegar við hærri skatta og þrengri skil­yrði en all­ar aðrar at­vinnu­grein­ar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þetta er bara væl.

Þetta er bara væl. Það vitum við öll. Einkum hefur stórútgerðin gert það einstaklega gott að á mörgum síðustu árum. Sigríður Margrét skrifar einnig:

„Það er þyngra en tár­um taki að ný rík­is­stjórn skuli beina kröft­um sín­um í aðför að und­ir­stöðuat­vinnu­grein lands­ins, sem býr nú þegar við þrengri rekstr­ar­skil­yrði en aðrar grein­ar, á tím­um þegar aðstæður kalla á að leiðtog­ar á öll­um sviðum blási fram­taks­sömu fólki bar­áttu­anda í brjóst með sýn um aukna hag­sæld og tæki­færi fyr­ir Ísland á alþjóðavett­vangi. Það er þyngra en tár­um taki að ný rík­is­stjórn ætli að búa til sér­stakt óvissu­álag í at­vinnu­líf­inu á tím­um þegar efna­hags­leg­ur styrk­ur er for­senda ör­ygg­is og vinna ætti öt­ul­lega að því að efla hag­vöxt á Íslandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: