- Advertisement -

Eru ráðherrarnir heilalausir?

Það sækir að mér sá ótti að framferði og ákvörðunartaka núverandi stjórnvalda í flestum málum sé gerð án nokkrar framtíðarhugsunar eða af skynsemi.

Guðmundur Þ. Ragnarsson.
Greinarhöfundur: Guðmundur Þ. Ragnarsson fyrrverandi formaður VM.

Maður er eiginlega orðinn kjaftstopp, að vera 68 ára evrópusinnaður jafnaðarmaður og þurfa ítrekað að taka undir gagnrýni Sjálfstæðisflokksins og annarra á störf ríkisstjórnarinnar er skelfilegt.

Ég mun aldrei taka þátt í pólitík án þess að vera með mínar skoðanir, að vera í pólitískum sértrúasöfnuði eins og þetta er að verða er ekki fyrir mig. Það sækir að mér sá ótti að framferði og ákvörðunartaka núverandi stjórnvalda í flestum málum sé gerð án nokkrar framtíðarhugsunar eða af skynsemi.

Þú gætir haft áhuga á þessum
Jón Gnarr og Dagur B.

Vinnubrögðin minna á stjórn Reykjavíkurborgar frá því Dagur B. tók við með stuðningi Jóns Gnarr. Það virðist ekki vera nein rökhugsun, sem mun enda eins og er að koma meira og meira fram í Reykjavík, þar sem flest allt sem búið er að gera er að enda með klúðri.

Ekki nema von að ákveðnir aðilar séu flúnir úr borgarmálefnunum.

Að það eigi að fara að framkvæma sama klúðrið í landsmálunum og við erum að fá meira og meira í andlitið í Reykjavík, með ófyrirsjáanlegum kostnaði er óhugnalegt að horfa upp á.

Síðan er það öll hræsnin og hrokinn sem er að koma fram, meðal annars hjá fyrrverandi forystumönnum úr verkalýðshreyfingunni sem komnir eru inn á þing, þeir virðast ekki vita fyrir hvern þeir eru að vinna nema sjálfan sig.

Hvernig talað er um þá sem gagnrýna störf núverandi ríkistjórnar er með ólíkindum, það er eins og þetta sé samansafn af heilalausu fólki sem man ekki hvað það sagði og hagaði sér fyrir nokkrum misserum síðan þegar það var í stjórnarandstöðu.

Hvert stefnir þetta samfélag, nú er allur popúlisminn að koma fram og hér væri hægt að skrifa langan pistil um stjórnarliða, ráðherra og fyrrverandi forystumenn í verkalýðshreyfingunni um óheiðarleikann og hræsnina.

Sigmar Guðmundsson og Inga Sæland.
Hægt væri að taka sérstaklega fyrir Sigmar Guðmundsson þann flautaþyril og Ingu Sæland sem er gersamlega siðlaus og án raunveruleikatengingar svo einhver séu nefnd.

Hægt væri að taka sérstaklega fyrir Sigmar Guðmundsson þann flautaþyril og Ingu Sæland sem er gersamlega siðlaus og án raunveruleikatengingar svo einhver séu nefnd.

Hlusta svo á undirsátana og leigupennanna sem þreytast ekki á því að koma með sömu fullyrðingarnar um að öll gagnrýnin sé vegna þess að menn töpuðu kosningum og séu svo sárir.

Eins og allt sem núverandi stjórnvöld eru að gera sé hafið yfir alla gagnrýni.

Að 5,6% launahækkun æðstu ráðamanna samfélagsins eigi að standa er galin og 1000% úr takti við allt sem þetta fólk hefur sagt til að fá atkvæði.

Ef ná á efnahagslegum stöðuleika í þessu landi verður það ekki gert nema með friði á vinnumarkaðnum með vitrænu vinnumarkaðsmódeli eins og SALEK átti að gera.

Án þess er öll umræða um efnahagslegan stöðuleika bara innantómt blaður.

Eitt af því sem sérstaklega mætti horfa á er mál sem fyrrverandi forystumenn úr verkalýðhreyfingunni ættu að vera brjálaðir yfir og heimta að verði lagfært. Láti þeir það fara í gegn að jöfnun örorkubyrgði lífeyrisjóða verði tekin af, þá eru þetta ómerkilegir einstaklingar og hræsnarar.

Þessi óheiðarleiki og hræsni verðum við að vinna á móti og við eigum ekki að þreytast á að benda á það þvert á pólitíska flokka. Málefnaleg rökræða er grunnurinn á því að okkur takist að leysa málefni samfélagsins farsællega.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: