- Advertisement -

Eru strandveiðar Covid-mál?

Kristján Þór Júlíusson: „Fyrst varðandi spurninguna: Er þetta ekki Covid-mál? Við getum flokkað alla skapaða hluti undir Covid ef við viljum það. Ég ætla bara að nefna hér að það er brestur í loðnuvertíð annað árið í röð. Humarveiðar eru engar, það er stórfelldu samdráttur í sæbjúgnaveiði. Þetta snertir sjómenn og þetta snertir vinnslufólk í landinu. Ætla menn eitthvað að ræða þetta mál eða ætla þeir eingöngu, þegar við erum að ræða sjávarútvegsmál, að ræða um umtalsvert betri afkomu í strandveiðum á milli ára og reyna að bæta hana enn frekar en láta hina hópana liggja óbætta hjá garði?“

Jón Þór Ólafsson: „Ætlarðu sem sagt ekkert að gera?“

Kristján Þór: „Ég er að gera fullt af þáttum. Ég er að vinna innan þeirra heimilda sem lög leyfa. Krafan hér er sú, eins og ég skil þetta frumvarp, að ráðherra sjávarútvegsmála fari ekki eftir vísindalegri ráðgjöf við ákvörðun heildarafla.“

Björn Leví Gunnarsson: „Jú.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Kristján Þór: „Ég er bara ekki á þeim stað. Ég fylgi henni vegna þess að ég hef ekkert betra í höndunum.“

Píratar og ráðherrann, sem og Lilja Rafney Magnúsdóttir, VG og formaður atvinnuveganendar Alþingis, hafa tekist á um hvort heimila eigi strandveiðar í september.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: