- Advertisement -

Eyþór og indverska tunglferðin

Eyþór Arnalds var í viðtali í Dagmálum Moggans. Mogginn birti frétt af samtalinu. Þar var talað um vandræði Reykjavíkurborgar og borgarlínuna fyrorhuguðu.

„Vand­ræði Reykja­vík­ur­borg­ar komu einnig til umræðu, meðal ann­ars út frá borg­ar­lín­unni, sem fjár­málaráðherra sagði ný­verið að hefði ekki fjár­hags­leg­an grund­völl leng­ur. Eyþór seg­ir að það hafi verið ljóst fyr­ir nokkru, kostnaður­inn hafi blásið út. Sum­ir segi að hann sé stjarn­fræðileg­ur, en Eyþór seg­ir hann ennþá meiri og bend­ir á að Ind­verj­ar hafi ný­verið skotið geim­fari með jeppa á suður­skaut tunglsins, en kostnaður­inn við það hafi ekki verið 200 millj­arðar króna eða meira, held­ur jafn­v­irði 10 millj­arða!“

Furðulegur samanburður þetta. Víst er að fólk er litlu nær. Tunglferð með jeppa eða gagngerðar breytingar á umferð á öllu höfuðborgarsvæðinu.

Eyþór talaði líka um ríkisstjórnina og ósættið á því heimili:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um hef­ur mistek­ist að finna sam­nefn­ara til þess að binda rík­is­stjórn­ar­sam­starfið sam­an að nýju eft­ir heitt póli­tískt sum­ar. Þess í stað leggja flokk­arn­ir áherslu á þau mál sem mest­ur ágrein­ing­ur er um, sem varla gef­ur góða von um fram­haldið.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: