- Advertisement -

Dýrasti tepoki í heimi á Egilsstöðum?

- ferðaþjónustan verður að hugsa sinn gang, segir stjórnandi stórs fyrirtækis. Verðlagningin er farin að bíta þá sem stjórna verðinu.

„Dýrasta te í heimi. Þannig gæti fyrirsögnin hljóðað af skiptum mínum við Hótel Eddu á Egilsstöðum,“ þannig skrifar Ólafur Jens.

Hann segir: „Í gærkvöldi var Margrét hálflumpin inná hótelherginu á Hótel Eddu á Egilsstöðum og var kalt. Ekki var hægt að auka hita í herberginu því ofnlokar voru bilaðir. Stakk ég þá uppá að laga handa henni te sem hún þáði því við erum með lítinn hraðsuðuketil með okkur sem og bolla, en okkur vantaði hinsvegar tepoka (grisjur). Ég fór því fram í matsal hótelsins og bað konu sem þar var að hjálpa mér um tepoka. Með eftirgangsmunum gat ég sært hana til að láta mig fá tvo poka af Liptonstei. Í hverjum pakka eru 20 stykki.“

400 krónur fyrir tepokann

Hann heldur áfram: „Konan var ákveðin í því að þetta skyldi ég nú ekki fá frítt og lét mig kvitta fyrir pokunum tveimur. Í morgun þegar við fórum af hótelinu vorum við síðan rukkuð um tvo poka af Liptonstei. Svo vildi til að Margrét hafði bara notað annan pokann og skilaði því hinum. Ég greiddi Hótel Eddu á Egilsstöðum kr. 400- fyrir þann sem við notuðum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum
400 krónur fyrir einn tepoka, 800 fyrir tvo.

Átta þúsund fyrir pakkann

Ólafur Jens skrifar síðan: „Í Kaupfélaginu á Breiðdalsvík kostar heill pakki af Liptonstei (með 20 pokum) kr. 450- og var mér sagt að það teldist dýrt. En með verðlagningunni á Hótel Eddu á Egilsstöðum gætu þau fengið u.þ.b. kr. 8000- fyrir pakkann. Ég verð að vera hreinskilinn með það, að ég held að þessu fólki sé bara hreint ekki viðbjargandi. Og að það eigi bara ekki skilið að fá alla þessa ferðamenn sem fara um landið, og græða svona á þeim.“

Dýr yrði Hafliði allur

Þetta er ekki allt: „Þá á ég eftir að greina frá því að herbergið (Heimavist Menntaskólans á Egilsstöðum), var þröngt, úr sér gengið, skítkalt og ekki eldra fólki bjóðandi. Það kostaði okkur kr. 30.000- en Orlofssjóður KÍ borgaði að vísu 1/3 af þeirri upphæð fyrir okkur. Ja, dýr yrði Hafliði allur, var eitt sinn sagt og virðist ennþá, og kannski alltaf eiga við.“

Pétur J. Eiríksson, sem er stjórnarformaður Norðursiglinga á Húsavík, hefur áhyggjur af hárri verðllagningu, sjá hér.

-sme


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: