- Advertisement -

Fal­leg orð alþing­is­manna og ráðherra við hátíðleg tæki­færi hafa lítið að segja

Sigurður Jónsson, fyrrverandi bæjarstjóri og góður og gegn Sjálfstæðismaður til áratuga, gagnrýnir ríkisstjórnina og sinn flokk, í Moggagrein í dag. Grein Sigurðar byrjar svona:

„Rík­is­stjórn­in samþykkti að hækka ýms­ar álög­ur og þjón­ustu­gjöld um síðustu ára­mót. Þetta þýðir auk­in út­gjöld fyr­ir heim­ili lands­ins og eyk­ur verðbólg­una. Rök rík­is­stjórn­ar­inn­ar eru að nauðsyn­legt sé fyr­ir ríkið að fá inn aukn­ar tekj­ur til að halda í við verðlagsþró­un­ina, að öðrum kosti þýði það niður­skurð á þjón­ustu við borg­ar­ana. Já, það er nú það. Al­veg hægt að skilja þessi rök. Það sem vek­ur furðu mína varðandi þau er að þau gilda ekki um greiðslur til elli­líf­eyr­isþega.“

Síðar í greininni segir:

„Nú segja for­ystu­menn stjórn­ar­flokk­anna: Við erum víst góð við eldri borg­ara. Þið megið vinna fyr­ir allt að 200 þúsund krón­um á mánuði áður en greiðslur frá Trygg­inga­stofn­un skerðast. Ágæt­is mál, en það geta ekki all­ir eldri borg­ar­ar farið á vinnu­markaðinn. Það er því ósann­gjarn mun­ur að mega vinna fyr­ir 200 þúsund krón­um á mánuði án skerðing­ar en þeir sem ein­göngu hafa hluta tekna sinna frá líf­eyr­is­sjóði þurfi að þola skerðing­ar strax eft­ir 25 þúsund krón­ur.

Frí­tekju­mark til líf­eyr­isþega ætti að lág­marki að vera 100 þúsund krón­ur á mánuði.

Fal­leg orð alþing­is­manna og ráðherra við hátíðleg tæki­færi hafa lítið að segja til að seðlum fjölgi í vesk­inu ef ekk­ert er á bak við þau. Það er ekki nóg að segja að eldri borg­ar­ar hafi byggt upp nú­ver­andi vel­ferðar­kerfi og eigi því allt gott skilið. Skil­ar litlu ef fram­kvæmd­in er eins og raun ber vitni. Er það ekki lág­marks­krafa að frí­tekju­mark eldri borg­ara fylgi launaþróun í land­inu?“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: