- Advertisement -

Landspítali: Sjúklingar deyja í verkfalli

Velferð Davíð O. Arnar, yfirlæknir hjartalækninga á Landspítalanum, segir við Morgunblaðið í dag, að sem betur fer sé afar sjaldgæft að sjúklingar deyi ótímabærum dauðdaga á meðan þeir eru á biðlista eftir þræðingu. Davíð bendir á að ótímabærir dauðdagar sé sjaldgæfir, en þeir þekkist.

Ingibjörg Guðmundsdóttir, yfirlæknir hjartaþræðinga, segir að aðeins séu gerðar um fimm hjartaþræðingar á dag í verkfallinu í stað um tíu venjulega. Þar munar mest um að sjúklingar sem kallaðir eru inn af biðlistum eru einn til tveir á dag í stað 5 til 7 venjulega. Fyrst og fremst sé verið að sinna bráðatilfellum.

Fáir eru kallaðir inn af biðlistum fyrir hjartaþræðingar og önnur inngrip eins og brennsluaðgerðir og gangráðsísetningar. Þetta valdi töfum á greiningu og meðferð sjúklinga sem sé auðvitað óæskilegt, segir meðal annars í frétt Morgunblaðsins.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: