- Advertisement -

Félagsbústaðir hafa ekki efni á eftirgjöf eða tilslökun vegna Covid-19

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, og Heiða Björg Hilmisdóttir Samfylkingu og formaður velferðarráðs og fulltrúi í stjórn Félagsbústaða.

„Nú liggur fyrir  að ekki á að fella niður leigu hjá Félagsbústöðum í einn einasta mánuð eins og tillaga fulltrúa Flokks fólksins fól í sér,“ segir í bókun  Flokks fólksins, í borgarráði.

„Einnig var lagt til að Félagsbústaðir falli frá innheimtu á leiguskuldum leigjenda og frysti þær sem eru í innheimtuferli vegna COVID-19 – Því er einnig hafnað,“ segir í bókun Kolbrúnar Baldursdóttur.

„Áður hefur Flokkur fólksins lagt til að fallið verði frá að senda skuldir í innheimtu Motus en þeirri tillögu var einnig hafnað.  Í svari segir að niðurfelling leigu í einn mánuð nemi tæpum 310 milljónum króna og myndi leiða til þess að handbært fé yrði neikvætt um tæpar 200 milljónir á árinu 2020 og ef mánuðir væru tveir ykist hallinn um 310 milljónir að óbreyttu.

Fulltrúa Flokks fólksins finnst þetta ekki mikið fé ef skoðað er hversu vel þetta myndi koma þessum viðkvæma hópi. Greiðsluaðlögun dugar einfaldlega ekki til í tilfellum  t.d. þeim sem fólk hefur orðið fyrir atvinnumissi  eða tekjufalli. Að hægja á  málum sem snúa að greiðsluáskorunum er skammgóður vermir. Í ofanálag svífur yfir fólki sem skulda, innheimtukröfur lögfræðinga með meðfylgjandi vöxtum. Formaður velferðarráðs situr í stjórn Félagsbústaða og ætti því að vera handhægt að leita eftir samþykki borgarstjórnar fyrir auknum greiðslum úr borgarsjóði til að mæta tekjutapinu sem fylgir niðurfellingu á leigu þótt ekki væri nema í  einn mánuð.“

Blaðamaður: Sigurjón Magnús Egilsson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: