- Advertisement -

Fékk Sólveig Anna sjálfdæmi um að ákveða aukin útgjöld ríkissjóðs?

„Engu er líkara en eiturgas rjúki nú upp úr þessu sveigjanlega samstarfi.“

Þorsteinn Pálsson.

Stjórnmál Þorsteinn Pálsson hefur skrifað nýja grein á eyjan.is. Þar gagnrýnir hann sinn gamla flokk, Sjálfstæðisflokkinn.

„Undanfarin ár hafa þingmenn þess flokks sem fer með ríkisfjármálin verið sammála um að ábyrgðin á þrefalt hærri verðbólgu en í grannlöndunum, þrefalt hærri vöxtum og vaxandi halla ríkissjóðs lægi á herðum leiðtoga Eflingar.

En það lýsir vel sveigjanlegum eiginleikum stjórnarsamstarfsins að nú féllust þingmenn þessa sama flokks á að gefa leiðtoga Eflingar sjálfdæmi um að ákveða aukin útgjöld ríkissjóðs til velferðarmála í tengslum við kjarasamninga.

En að hætti gamalla sovétleiðtoga…

Flestum þykir sem það hafi verið happaákvörðun.“

Albaníuaðferðin

„Á þeirri samstöðu er ein undantekning,“ skrifar Þorsteinn.

„Sveitarstjórnarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins hafa mótmælt hástöfum að þeirra eigin þingmenn skyldu framselja ákvörðunarvald um gjaldfrjálsar skólamáltíðir til Eflingar.

En að hætti gamalla sovétleiðtoga, sem skömmuðu Albaníu þegar koma þurfti höggi á Kína, skamma þeir nú Samfylkingarformann Sambands íslenskra sveitarfélaga.“

Eitraður sveigjanleiki

„Fjármálaráðherra hafnar því að mæta auknum útgjöldum með nýjum sköttum eða niðurskurði en mælir með aðhaldi í fjármálaáætlun, sem kemur til framkvæmda á næsta ári, en hefur verið ríkisstjórninni ofviða til þessa,“ áfram er vitnað í grein Þorsteins.

„Heilbrigðisráðherra þarf svo að þrefalda framlög til byggingar nýs Landspítala og innviðaráðherra þarf tvöfalt fleiri krónur í samgönguframkvæmdir.

Loks var fjórða þingmanni Suðurkjördæmis alvarlega brugðið við tilkynningu menningarráðherra um margföldun listmannalauna. Menningarráðherra segir að hún sé bara brotabrot af útgjaldaþenslu háskólaráðherra.

Engu er líkara en eiturgas rjúki nú upp úr þessu sveigjanlega samstarfi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: