- Advertisement -

Félögin stöðva áform Guðna formanns

Frétt á íþróttasíðu Fréttablaðsins, þar sem sagt er frá að forráðamenn fótboltafélaganna, hafi stöðvað formann KSÍ, Guðna Bergsson, í áformum hans um að ráða mann í nýja stöðu, yfirmann knattspyrnumála.

Þau áform voru helsta kosningamál Guðna þegar hann náði kjöri í formannskosningunni. Nú hefur honum verið meinað að ráða í stöðuna. Búið er að auglýsa starfið og nokkrar umsóknir bárust.

Afstaða aðildarfélaganna eru vafalaust Guðna mikið áfall. Málið verður lagt fyrir næsta ársþing KSÍ.

En hvers vegna vilja félögin ekki fara að vilja formannsins?

„Við hjá ÍTF erum á þeirri skoðun að peningunum gæti mögulega verið betur varið í önnur verkefni. Það er því eðlilegt að hlustað verði á vilja félaganna þegar kemur að þessu máli. Það verður svo bara spennandi að sjá hvað félögin vilja gera í þessu máli þegar þar að kemur,“ segir Haraldur Haraldsson, formaður samtaka fótboltafélaganna, í Fréttablaðinu.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: