- Advertisement -

Sara Björk gengin í raðir Juventus

Landsliðskonan Sara Björk Gunnarsdóttir hefur gert samning við ítalska risaliðið Juventus; sigursælasta og stærsta félag ítalskrar knattspyrnusögu.

SaraBjörk skrifaði undir tveggja ára samning, en þessi 31 árs gamla frábæra landsliðskona kemur frá franska stórliðinu Lyon, þar sem samningur hennar rann út.

Eins og staðan er nú, er Juventus ítalskur meistari, og er stefnan sett áað endurtaka þann leik og gera vel í Meistaradeildinni; koma Söru Bjarkar mun án efa hjálpa Juventus að ná enn betri árangri en áður.

Sara hefur einnig leikið með Rosengard og Wolfsburg – en hér heima lék hún með Haukum, enda uppalin í Hafnarfirði, og Breiðabliki.

Kemur fram að Sara mun leika í treyju númer 77 hjá Juventus.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: