- Advertisement -

Mikael um Arnar Þór: „Nær ekki til leikmanna og veit ekkert hvað hann er að gera“

Í nýjasta hlaðvarpsþættinum Þungavigtin fór Mikael Nikulásson þjálfari algjörlega á kostum; skaut fast og örugglega í nokkrar áttir; en í þættinum var farið yfir sigur Íslands og San Marínó, leikurinn fór 1-0, en frammistaðan þótti ekki sæmandi enda er San Marínó talið slakasta landslið heims.

Mikael segir að Arnar Þór Viðarsson landsliðsþjálfari karlaliðsins ekki hafa neina hugmynd um hvað hann sé að gera; að hann sé einfaldlega ekki að ná til landsliðsmannanna.

,,Hvernig ætla menn að afsaka svona frammistöðu? Þetta var hreinasta hörmung. Sjáið bara varnarmennina og bakverðina í liðinu þegar menn eru að fá boltann í lappirnar undir smá pressu; það er aldrei spilað á næsta mann; það er bara bombað útaf. Ég áttaði mig ekki á hvað við vorum ógeðslega lélegir.“

Hann segir að kenna megi landsliðsþjáfaranum Arnari Þór um lélega spilamennsku gegn svo slöku liði.

Ég ætla að setja þetta beint á þjálfarann; hann nær ekki til leikmanna og veit ekkert hvað hann er að gera. Það er bara þannig. Það er að koma í ljós núna.“

Mikael veltir fyrir sér framtíð Arnars Þórs.

,,Ef við vinnum ekki gegn Ísrael, og ég tala nú ekki um ef leikurinn tapast, þá hljóta bara Öfgar að mæta niður í KSÍ á þriðjudaginn og krefjast þess að fá inn nýjan landsliðsþjálfara. Ég myndi mæta með þeim.“

Vanda Sigurgeirsdóttir er formaður KSÍ.

Hann segir einnig að ,,Vanda er ekki hæf í þetta starf ef hún stendur þétt við bakið á honum, því það sjá þetta allir sem vilja sjá. Það er hægt að líta á þetta frá ýmsum sjónarhornum, en aðalmálið er að þetta er bara hreinasta hörmung; það hefur enginn áhuga á að spila þarna og það veit enginn sitt hlutverk.“

Mikael segist einfaldlega hafa verið „í sjokki eftir þennan leik en eyddi samt tíma í að horfa á þetta. Við áttum ekki tvær sendingar í seinni hálfleik á milli manna – og þegar við vorum að sækja upp völlinn og komnir á þriðja vallarhelminginn; horfið bara á þetta aftur. Menn voru að taka boltann með einföldum sendingum og sparka boltanum beint útaf.“

Damir Muminovic leikmaður Breiðabliks og íslenska landsliðsins.

Að mati Mikaels er það „fáránleg ákvörðun að taka inn leikmenn úr efstu deild karla hér á landi, og nota þá svo nánast ekkert. Damir Muminovic var á meðal þeirra sem voru fengnir í verkefnið og spilaði hann þrjár mínútur í blálokin.

Arnar Þór Viðarsson er svo „clueless,“ að hann veit ekkert hvað hann er að gera.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: