- Advertisement -

Moggasérfræðingur spáir KR falli

Íþróttaþáttur Miðjunnar, Bekkurinn / Stutt er í fyrstu leiki í Íslandsmótinu í fótbolta. Valur og KR opna mótið, bæði í karla- og kvennaflokki.

Karlarnir leika á Valsvellinum. Augu margra verða á leiknum. KR er ríkjandi meistari og Val er spáð mikilli velgengni. Þjálfararnir Heimir Guðjónsson og Rúnar Kristinsson þekkjast mæta vel. Jafnaldrar og fyrrum liðsfélagar í KR frá því þeir hófu að keppa sem ungir drengir. Nú eru þeir andstæðingar.

Spár birtast hér og þar. Mogginn hóaði í alla sína sérfræðinga og í ljós kom að einn þeirra er viss um að KR verji ekki titilinn. Aldeilis ekki, sá spáir Íslandsmeisturum falli.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: