- Advertisement -

Þurfti að kalla til 26 leikmenn á EM – mest með ellefu með Covid á sama tíma

Það gekk á ýmsu hjá handboltalandsliðinu á Evrópumótinu. Eitt er alveg víst að þjóðin hreifst með liðinu og þeim vandræðum sem liðið varð að takast á við.

„Mest vorum við með ellefu menn með Covid á sama tíma,“ sagði Guðmundur Þ. Guðmundsson landsþjálfari í samtali við Miðjuna.

Hvers marga leikmenn varðst þú að kalla til til að klára mótið?

„Það voru tuttugu og sex leikmenn,“ sagði Guðmundur Þórður. Ljóst er að framganga þeirra allra hefur hrifið þjóðina. Samningur Guðmundar rennur eftir fáa mánuði. Nú verður HSÍ að semja við Guðmund hið snarasta. Kraftur sem fylgir honum er ótrúlegur.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: