- Advertisement -

Fín vaffla, en nokkuð dýr

Góð vaffla, en hún kostar sitt.

Café Eldstó á Hvolsvelli er ljómandi fínt kaffihús. Við vorum þrjú sem settust þar inn. Aðrir gestir voru erlendir ferðamenn. Konan, sem þjónaði til borðs, kunni sitt fag. Hún talaði ensku, sem var bara fínt og undirstrikaði vel hversu alþjóðlegur svipur er á kaffihúsinu.

Matseðillinn er með íslensku sem aðalmál, síðan kemur enskan.

Við komum um miðjan dag og fengum öll það sama. Kaffi, sem var hreint ágætt, og nýbakaðar vöfflur með bláberjasultu og rjóma. Vöfflurnar voru fínar, mátulega volgar og sultan var hreint fyrirtak.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ein vaffla og kaffibolli kostuðu 2.350 á mann. Eða 7.050 samtals.

Sem og annarsstaðar er þetta full hátt verð. Hitt er annað, það er viðauki við líf okkar að hafa þetta val, geta farið á gott kaffihús víða um land.

Eflaust er það vegna þess hversu margir ferðamenn eru á Íslandi. Varla gengi svona kaffihús ef engir aðrir en við Íslendingar kæmu þangað.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: