- Advertisement -

Fjárhagsstaða Reykjavíkur; „er grafalvarleg“

„Í árslok 2026 eru áætlaðar skuldir borgarsjóðs 240 milljarðar, 240 þúsund milljónir eða 240.000.000.000 kr. Á árinu 2013 hóf ríkissjóður að greiða niður skuldir í stórum stíl en á sama tíma hóf borgarsjóður að safna stórfelldum skuldum. Á þeim tíma mynduðu Samfylkingin, Besti flokkurinn og Vinstri grænir meirihluta,“ bókaði Vigdís Hauksdóttir á fundi borgarstjórnar.

„Borgarstjóri hefur verið stjórnandi borgarinnar allt þetta tímabil og verið borgarstjóri sl. tæpu 8 ár. Skuldir borgarsjóðs árið 2013 voru 62,2 milljarðar og voru rúmar 500.000 kr. á hvern íbúa. Nú 8 árum seinna eru skuldir borgarsjóðs 155,8 milljarðar eða tæplega 1,3 milljónir kr. á hvern íbúa. Staðan er grafalvarleg. Lántökuáætlun á komandi kjörtímabili eru 83 milljarðar og 9 milljarðar á þar næsta kjörtímabili. Boðuð lántaka er því 92 milljarðar næstu 5 ár að árinu 2022 meðtöldu. Skuldir borgarsjóðs verða því 240 milljarðar í árslok 2026,“ sagði Vigdís.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: