- Advertisement -

Fjárhagurinn er kominn á heljarþröm

Gæði þjónustu er ekki tengd einhverjum fínheitum eða glamúr.

Sameina á íþrótta- og tómstundasviðs og menningar- og ferðamálasviðs Reykjavíkur. Ekki eru allir borgarfulltrúar á því að peningar sparist við sameiningu. „Í þessu tilfelli er ekki skýrt hver hagræðingin verður með sameiningunni. Sameiningin mun hafa í för með sér útgjöld. Undirbúa á nýja aðstöðu fyrir sameiginlegt svið í Borgartúni,“ segir Kolbrún Baldursdóttir Flokkur fólksins og vill benda á kolefnisspor í þessu sambandi og að það er í lagi nota eldri búnað.

„Gæði þjónustu er ekki tengd einhverjum fínheitum eða glamúr. Búið er að ráða hönnuði sem öllu jafna kalla á mikil útgjöld. Mörg dæmi eru um að „svona vegferð“ beri með sér fyrirsjáanlega hagræðingu og sparnað en síðan hefst „þensla“ í kringum hið nýja verkefni. Þegar upp er staðið verður sparnaður enginn. Fyrir liggur að fjárhagur borgarinnar er kominn á heljarþröm“.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: