- Advertisement -

Fjármálafyrirtæki á Vesturlöndum eru stærstu skipulögðu glæpasamtökin

Það er því víðar í heiminum, en á Íslandi, þar sem fjármálafyrirtæki telja lögin ekki eiga við sig. 

Marinó G. Njálsson skrifar:

Enn berast fréttir af því, að bankar hugsa meira um þóknunina sem þeir geta fengið en að sinna lögmætri bankastarfsemi. Því miður er alltaf betur og betur að koma í ljós, að stærstu skipulögðu glæpasamtök í heimi eru fjármálafyrirtæki á Vesturlöndum.

Þegar fréttirnar af peningaþvætti hjá norrænum bönkum komu upp fyrir tveimur árum eða svo, þá taldi ég alveg öruggt að þeir voru bara milliliðir fyrir enn stærri banka. FinCEN skjölin sýna fram á að það var rétt ályktun.

Þú gætir haft áhuga á þessum

En blessaðir bankarnir þurfa ekkert að óttast.

Það er því víðar í heiminum, en á Íslandi, þar sem fjármálafyrirtæki telja lögin ekki eiga við sig. Þið munið að Seðlabanki Íslands taldi sig ekki eiga að tilkynna um peningaþvætti vegna fjárfestingarleiðar sinnar og enginn af viðskiptabönkunum taldi sig þurfa að gera það. Fyrir hrun gekk bankastarfsemi á Íslandi hreinlega út á að brjóta lög. Munið svo að Ísland fór á gráan lista fyrir ári vegna skorts á eftirliti með peningaþvætti. Greinilegt að minna hefur breyst en búast mátti við.

En blessaðir bankarnir þurfa ekkert að óttast. Þeir eru flestir of kerfislega mikilvægir til að missa starfsleyfi sín, sama hvar þeir eru til húsa. Dettur einhverjum í huga að Danske Bank, Deutsche Bank, JP Morgan eða HSBC verði sviptir starfsleyfi fyrir að styðja við eða líta framhjá peningaþvætti? Íslenskur banki viðurkenndi í tengslum við fjárfestingarleið Seðlabankans að hafa ekki kannað uppruna peninga sem notaðir voru til að fá bónusgreiðslu frá Seðlabankanum. Ég man ekki eftir að FME hafi sektað hann. 

Nei, fjármálafyrirtæki eru stikkfrí vegna þess að þau eru svo mikilvæg. Þrátt fyrir að ítrekað komi upp mál, þar sem beinar sannanir eru lagðar fram um hlutverk þeirra í ólöglegu athæfi, þá fá þau ekki einu sinni skömm í hattinn (nema að Bandaríkin hafa verið að sekta evrópska banka sem starfa í Bandaríkjunum). Þrátt fyrir að öll stærstu fjármálafyrirtæki heims séu virkir þátttakendur í að þvætta peninga, koma þeim undan skatti, stofna í massa vís fyrirtæki í skattaskjólum og leppa eignarhald fyrirtækja til að fela hverjir raunverulegir eigendur eru, þá eru þau fyrstu fyrirtækin sem stjórnvöld bjarga þegar harðnar í dalinn. Þessi sömu bankar og sviku eða aðstoðuðu við að svíkja þessi sömu stjórnvöld um svimandi háar skatttekjur. Já, sem svo oft þá launa þeir ekki ofeldið.

Greinin birtist á Facebooksíðu Marinós.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: