- Advertisement -

Seðlabankastjóri fyrir neðan allar hellur

Það á að fara að stokka upp stjórnunarstílinn af því það hentar Samtökum atvinnulífsins.

Katrín Baldursdóttir skrifar:

Hvað er að gerast hérna! Seðlabankastjóri að skipta sér af ákvörðunum lífeyrissjóða um fjárfestingar, af því að Lífeyrissjóður verslunarmanna og fleiri lífeyrissjóðir vildu ekki fjárfesta í Icelandair. Þarna er hann að taka skýlausa afstöðu með atvinnurekendum. Allt í einu finnst honum lífeyrissjóðirnir ekki uppfylla nægilega ströng skilyrði í stjórnun. Af því að fulltrúum launafólks fannst það ekki samræmast hagsmunum eiganda sjóðanna að fjárfesta í Icelandair. Það á að fara að stokka upp stjórnunarstílinn af því það hentar Samtökum atvinnulífsins. Að Seðlabankastjóri skuli taka svona augljósa afstöðu með atvinnurekendum er fyrir neðan allar hellur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: