- Advertisement -

Fjármálaráðherra skemmtir skrattanum

„Enginn gerir neitt einn og það er enn langt í land,“ skrifar ráðherrann.

Stjórnmál „Það er ánægjuleg tilbreyting að verðbólgan í desember sé töluvert undir væntingum og spám. Mælingin er sérstaklega ánægjuleg og snemmbúin jólagjöf til heimila landsins.“

Þetta skrifaði Þórdís K.R. Gylfadóttir og lét sem örlækkun á verðbólgunni væri gjöf til almennings sem mánuðum saman hefur barist gegn því að sökkva of djúpt í skuldafenið. Allt vegna aumrar stjórnunar í efnahagsmálum.

„Enginn gerir neitt einn og það er enn langt í land,“ skrifar ráðherrann. Ekki er gott að segja hver þessi eini er. Er það seðlabankastjóri, eða er það hún sjálf, eða er það almenningurinn?

Eflaust hljómar þetta vel í bergmálshelli Valhallar. En aldeilis ekki í eyrum þess fólks sem horfir á bankana eignast æ meir í íbúðum eða þess fólks sem borgar tvöfalt meira, ef ekki enn meira, í afborganir en það gerði þegar Sjálfstæðisflokkurinn tilkynnti að Ísland væri orðið lágvaxta land.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: