- Advertisement -

„Flestar aðgerðir stjórnvalda hafa geigað“

„Það er ekki annað hægt en að setja þetta mál í samhengi við fálmkennd og veik viðbrögð ríkisstjórnarinnar vegna Covid-19 kreppunnar. Stærð aðgerðar er hlutfallslega minni en í öllum nágrannalöndum okkar. Samdráttur á Íslandi er Evrópumet. Auk þess sem flestar aðgerðir stjórnvalda hafa geigað. Ríkisstjórnin hefur áður valið aðferðir til hagvaxtar og viðspyrnu út úr kreppu sem eiga sér ekki dæmi annars staðar í heiminum,“ þetta segir í umsögn Space Iceland um frumvarp ríkisstjórnarinnar um aftöku Núsköpunarmiðstöðvar.

Það var Smári McCarty sem vitnaði til umsagnarinnar á Alþingi. Frumvarpið kallast: „Opinber stuðningur við nýsköpun“.

„Það er ekki í lagi að gera hluti á þennan hátt. Þetta er afleitt frumvarp. Hugsanlega er hægt að segja að markmiðið hafi verið gott. Hugsanlega er hægt að segja að farið hafi verið af stað með góðum hug. Ég vil trúa því að fólk sé almennt að vinna af góðum hug en niðurstaðan er afleit,“ sagði Smári McCarty.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: